Fréttir

Lokaðar lögreglustöðvar

5 júl. 2010

Í fréttum ríkissjónvarpsins í gær, sunnudaginn 4. júlí, var frétt um lokun lögreglustöðvarinnar á Seyðisfirði sem nú stendur til að breyta í vínbúð.  Í fréttinni segir að lögreglustöðinni í bænum hafi verið lokað um liðin áramót í SPARNAÐARSKYNI og í mars s.l. hafði ÁTVR keypt húsnæðið í þeim tilgangi að breyta því í áfengisútsölu.

 

Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði eru, eðli máls skv. ekki ánægð með þessa þróun mála, svo sem sjá má í viðtali við Ólaf Hr. Sigurðsson, bæjarstjóra í fréttinni.

Til frekari fróðleiks er hér fyrir neðan birtur listi yfir hinar ýmsu lögreglustöðvar sem lokað hefur verið í gegnum áranna rás.  Rétt er að taka það fram að listinn er ekki tæmandi.

Seyðisfjörður

Bolungarvík

Seltjarnarnes

Miðborgarstöð lögreglunnar í Reykjavík (Tollhúsið)

Breiðholtsstöð lögreglunnar í Reykjavík (Völvufelli, síðar Drafnarfelli, síðar Álfabakka [nú útibú frá Kópavogsstöðinni])

 

Til baka