Fréttir

LL styður slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

19 júl. 2010

LL hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla um stuðning við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna kjaradeilu þeirra.

 

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Landssamband lögreglumanna (LL) lýsir yfir fullum stuðningi við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, í þeirri kjaradeilu sem þeir standa í um þessar mundir. 

LL lýsir yfir vonbrigðum sínum með að samningsmótaðilar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem og lögreglumanna skuli láta mál þróast með þeim hætti sem nú er orðið hjá báðum stéttum.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, líkt og lögreglumenn, gegna veigamiklum störfum er varða öryggi, líf og heilsu Íslendinga.  Eðli máls samkvæmt eiga því þessar stéttir ekki að þurfa að standa í langvinnum og hatrömmum deilum um kaup sín og kjör.“

Hægt er að lesa frétt um yfirlýsinguna á mbl.is og dv.is.

Til baka