Fréttir

Kjarasamningar að losna

30 nóv. 2010

Á morgun sjálfan fullveldisdaginn, 1. desember 2010, verða kjarasamningar LL við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs – eða öllu heldur niðurstaða gerðardóms í kjaradeilunni – lausir! 

 

Engar fréttir er að hafa af gangi viðræðna enda hafa engar viðræður átt sér stað ef frá er talin undirritun viðræðuáætlunar líkt og þegar hefur verið gerð grein fyrir á lokaða svæði félagsmanna LL.

LL hefur þegar sent erindi á fjármálaráðuneytið þar sem óskað er svara við ákveðnum spurningum, í tengslum við gerð nýs kjarasamnings, en þau svör hafa enn ekki borist.

Þá er litlar sem engar fréttir að hafa, utan það sem þegar hefur birst í fjölmiðlum, af stórum fundi launþega og atvinnurekenda sem haldinn var á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík þann 25. nóvember s.l.  Niðurstaða þess fundar skiptir enda, í meginatriðum litlu fyrir framgang kjaraviðræðna LL þar sem því hefur nú þegar verið lýst formlega yfir að LL muni EKKI taka þátt í framlengingu og/eða gerð nýs „Stöðugleikasáttmála“ s.s. lesa má um m.a. á lokuðu svæði félagsmanna.

Í frétt á mbl.is fyrr í dag kom fram að um 150 þúsund launamenn á Íslandi verði með lausa kjarasamninga frá og með morgundeginum!  Samskonar frétt er að finna á visir.is.

Líkt og á liðnu ári mun teljari verða settur í gang á heimasíðu LL þar sem hægt verður að fylgjast með því hversu lengi kjarasamningar verða lausir að þessu sinni.

Til baka