Fréttir

STALL, úthlutunarfundur 13. desember 2010

13 des. 2010

STALL fundaði í dag og fyrir fundinum lágu 11 umsóknir.  Hægt var að afgreiða tíu þeirra og af þeim var þrem hafnað.  Fresta þurfti afgreiðslu einnar umsóknar. 

Ein umsókn var frá lögreglufélagi sem hélt námskeið fyrir sína félagsmenn og er rétt að vekja athygli á því að lögreglufélög geta sótt um styrki.  Er það vænlegur kostur fyrir þá sem eru á landsbyggðinni, að fá námskeið til sín.  Rúmlega 500.000 kr. var úthlutað í þetta skiptið.

STALL hefur afgreitt um 150 styrki á árinu og heildarfjárhæðin er um 7 miljónir.

Næsti fundur STALL verður þann 10. janúar 2011 og eru þá allir á ,,núlli“ því úthlutun miðast við almanaksár.

 

 

Til baka