Fréttir

Lögreglan enn að standa sig vel í traustkönnunum

14 des. 2010

Í frétt á bls. 4, í Fréttablaðinu mánudaginn 13. desember s.l. er sagt frá könnun, sem Capacent á Íslandi framkvæmdi fyrir samtökin Transparency International (the Global Coalition Against Corruption) þar sem spurt var um afstöðu Íslendinga til spillingar.  Könnunin var framkvæmd á meðal eitt þúsund (1.000) Íslendinga.

 

Athygli vekur að um 53% Íslendinga telja spillingu hafa aukist á s.l. þremur árum.  Um 32% telja hana hafa staðið í stað og um 15% telja að dregið hafi úr spillingu.

Einkunnagjöfin var frá 1 – 5 þar sem 1 merkti að viðkomandi stofnun væri óspillt en 5 að stofnunin væri gjörspillt.

Í frétt á vef Capacent kemur fram að stjórnmálaflokkar á Íslandi fengu einkunnina 4,3; viðskipalífið 4,0; Alþingi 3,7; fjölmiðlar 3,5; embættismenn 3,5; trúfélög 3,2; dómskerfið 2,7; almenn samtök 2,6; menntakerfið 2,4 og lögreglan 2,2.

Hægt er að nálgast skýrslu Transparency International hér: „Global Corruption Barometer 2010“.

Til baka