Fréttir

STALL, breyting á starfsreglum, hækkun á styrkjum.

21 jan. 2011

Stjórn STALL lagði til við stjórn LL að eftirtaldar breytingar yrðu samþykktar á starfsreglum STALL.og voru þær samþykktar á stjórnarfundi 19. janúar.

 

Fyrir það fyrsta var styrkur vegna ferðakostnaðar hækkaður úr 15.000 kr. í 20.000 kr. og úr 15.kr í 20 kr. á km.

Hámarsstyrkur var hækkaður úr 140.000 kr.í 200.000 kr.  Þó á sú hækkun aðeins við þá sem hafa verið við störf í 10 ár eða lengur.

Vegna náms og námskeiða var styrkurinn hækkaður úr 90.000 kr. í 110.000 kr.

Nýtt ákvæði var sett inn vegna náms sem veitir starfsréttindi sem ekki tengjast lögreglustarfinu.  Þar verður veittur styrkur allt að 60.000 kr.  Þarna er t.d. verið að taka á íþróttaþjálfararéttindum. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á styrkjum vegna ökukennaranáms eða skipstjórnarnáms.

Styrkir vegna náms og námskeiða erlendis hækka einnig úr 90.000 kr. í 110.000 kr. og vegna sérhæfðs lögreglunáms við erlenda lögregluskóla eða stofnanir úr 140.000 kr. í 160.000 kr.  Sama ákvæði kom hér inn varðandi þá sem hafa verið við störf í 10 ár eða lengur að þeirra styrkur getur numið allt að 200.000 kr.

 

Stjórn STALL vinnur nú að kynningarbæklingi um sjóðinn og verður honum dreift til allra lögreglumanna um leið og hann verður tilbúinn.

 

Næsti úthlutunarfundur STALL verður 14. febrúar.

Til baka