Fréttir

STALL, úthlutunarfundur 14. febrúar

14 feb. 2011

STALL kom saman til fundar í dag og lágu fyrir fundinum 21 umsókn.  Flestar voru þær samþykktar en rétt er að benda á að skv. reglum STALL þarf að sækja um áður eða meðan á námi stendur og eigi síðar en 6 mánuðum eftir að námi, námskeiði eða önn lýkur.

 

Heildarupphæð styrkja sem afgreiddir voru í dag voru rúm ein og hálf milljón.

Á fundinum var ákveðið að hækka styrki sem afgreiddir voru á janúarfundinum, í samræmi við breytingar á úthlutunarreglum sem samþykktar voru af stjórn LL um miðjan janúar, en tóku gildi frá 1. janúar. 

Einnig var ákveðið lokaútlit á kynningarbæklingi um STALL og verður honum dreift, bæði á pappír og rafrænt fljótlega.

Fyrir fundinum lá tilkynning til framkvæmdastjórnar LL frá Jónatan Guðnasyni þar sem hann segir sig úr stjórn STALL.  Málið á sér aðdraganda sem nær rúmlega ár aftur í tímann.  Ágreiningur sá varðar hlutverk STALL gagnvart Lögregluskólanum og úthhlutun STALL á styrk til LSR.  Málið var rætt á síðasta þingi LL, en þetta atriði hefur reyndar verið umræðuefni á þingum LL í langan tíma.  Í framhaldi af þinginu þá sendi ég, Guðmundur Fylkisson, út upplýsingar til félaga LL á starfssvæði svæðisdeildar LR.  Þar fór ég yfir það sem fram kom á þinginu og síðan fór ég ítarlegar yfir STALL málið en nánast alger endurnýjun var í stjórn STALL.  Það fullyrti ég að eldri stjórn hefði verið skipt út, í framhaldi af umræðum og með kosningu milli manna.  Það var ekki alls kostar rétt og fór ég með rangt mál þar.  Einhverjir úr fyrri stjórn STALL höfðu nefnilega ekki gefið kost á sér til áframhaldandi setu og sárnaði þeim ummæli mín.   Krafðist Jónatan þess á fyrsta fundi STALL að ég myndi biðjast afsökunar á þeim orðum.  Það sagðist ég gera og myndi gera það í grein sem ég hefði hug á að skrifa í Lögreglumanninn um STALL.  Af því hefur enn ekki orðið, af ýmsum ástæðum, en mun verða.

Þó það muni ekki breyta neinu með afstöðu Jónatans þá bið ég hér með þá afsökunar, sem við á, að hafa fullyrt að þeim hafi verið skipt út úr stjórn STALL.  Það var ekki rétt fullyrðing, einhverjir höfðu ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram.

Til baka