Fréttir

Umræður á Alþingi um heimildir lögreglu til að berjast gegn skipulagði glæpastarfsemi

2 mar. 2011

LL fagnar þeim umræðum sem voru á Alþingi í dag um aðgerðir innanríkisráðherra til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Umræðurnar koma m.a. í kjölfarið á að lögð var fram þingsályktunartillaga þann 14. febrúar sl. um að Alþingi álykti að fela innanríkisráðherra að vinna að og leggja fyrir Alþingi frumvarp sem veiti lögreglunni sambærilegar heimildir og lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

 

 

LL hefur á fundum sínum með ráðherra rætt um mikilvægi þess og nauðsyn að settar séu reglur um málefnið og lítur það bæði að sjálfum heimildunum sem og að eftirlitsþættinum.  Viðbrögð innanríkisráðherra og ummæli hans í dag komu verulega á óvart því fyrr í opinberri umræðu hefur málflutningur hans verið á annan veg.

 

LL telur afar mikilvægt að umræður um þetta mikilvæga mál séu málefnalegar og án upphrópanna.  Við teljum lögregluna reiðubúna í þessa umræðu – hefur reyndar verið það lengi – og við munum leggja okkar að mörkum til að vel takist til í þeim efnum.  LL hefur einnig nú á ný notað tækifærið til að koma á framfæri við ráðherra áhyggjum okkar af öryggi lögreglumanna í baráttunni við tiltekna glæpahópa.

 

ÞIngályktunartillöguna má lesa nánar um á heimasíðu Alþingis með því að smella hér og ræður þingmanna í utandagskrárumræðunni má lesa með því að smella hér eða horfa á ræðurnar með því að smella hér.

Til baka