Fréttir

STALL, úthlutunarfundur 14. mars 2011.

14 mar. 2011

STALL fundaði í dag. Fyrir fundinum lágu 12 umsóknir og voru þær allar samþykktar.  Sumir fengu meira en þeir áttu von á, aðrir minna. Í því samhengi er rétt að benda á nýútgefin upplýsingabækling um STALL sem nálgast má hér á vefnum.

 

Í dag var úthlutað um 700.000 kr. vegna ýmissa námskeiða.  Um er að ræða framhaldsskólanám, námskeið hjá Dale Carnegie, aukin ökuréttindanám, siglinganám, köfunarnám og síðan lífsleikninám af ýmsum toga.

Af gefnu tilefni er bent á að sækja þarf styrk innan 6 mánaða frá því hann er samþykktur af stjórn STALL.

Ítrekað er að lögreglufélög / svæðisdeildir hafa sjálfstæðan rétt til úthlutunar og eru landsbyggðarfélög hvött til þess að finna námskeið og halda þau heima í héraði, fyrir sitt fólk.

Til baka