Fréttir

Pattstaða í samningaviðræðum?

17 apr. 2011

Vonir voru bundnar við það að kjarasamningar tækjust á hinum almenna vinnumarkaði fyrir þessa helgi.  Nú er ljóst orðið að af því varð ekki, þrátt fyrir „vilja“ samningsaðila.  Í fréttum kemur fram að aðilar vinnumarkaðarins (hins almenna) binda vonir við að þeir geti sest niður að nýju eftir páska til að ræða málin.

 

Eins og áður hefur komið fram, hér á þessari síðu, er ljóst að ekkert verður að gerast í kjarasamningum opinberra starfsmanna fyrr en SA og ASÍ hafa samið um einhverja niðurstöðu þar sem ríkisvaldið „vill ekki vera launaleiðandi á markaði“.  Það er því algerlega útilokað um það að segja hvenær samningar endanlega takast en nú eru liðnir tæpir 140 dagar frá því að samningar lögreglumanna voru lausir!

 

 

Til baka