Fréttir

2011

20 apr. 2011

 

ÞESSI SÍÐA ER Í STÖÐUGRI VINNSLU OG MUN TAKA BREYTINGUM EFTIR ÞVÍ SEM UMRÆÐA UM SKIPULAGSBREYTINGAR Í LÖGREGLU ÞRÓAST HVERJU SINNI.

 

Lögreglulög:

 

Nú hefur loksins litið dagsins ljós frumvarp Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um breytingar á lögreglulögum nr. 90/1996. Helstu breytingar á þessu frumvarpi, frá því frumvarpi sem Ragna Árnadóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra, lagði fram á sínum tíma – en eins og kunnugt er dagaði það mál uppi í Allsherjarnefnd Alþingis,eru þessar:

  1. Í stað þess að lögregluembættin verði sex (6) er nú gert ráð fyrir því að þau verði átta (8);
  2. Horfið er frá þeim hugmyndum, sem sáust í síðustu málsgrein 2. gr. frumvarpsins og vörðuðu breytingar á 6. gr. lögreglulaga, að dómsmálaráðherra (innanríkisráðherra) væri heimilt að fela einstaka lögreglustjórum verkefni á landsvísu (hér var, svo sem ljóst er orðið, verið að horfa til þess að færa verkefni Fjarskiptamiðstöðvar og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins);
  3. Þá koma inn í frumvarp þetta skýr ákvæði um heimildir, t.a.m. valnefndar Lögregluskóla Ríkisins, til að kanna feril umsækjenda um nám í skólanum m.a. með því að afla upplýsinga úr málaskrárkerfum lögreglu.

Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram fimmtudaginn 5. maí s.l. og hefur það nú verið afgreitt til annarrar umræður og allsherjarnefndar. Hægt er að sjá og heyra umræðurnar hér.

Umsögn LL um frumvarp Ögmundar er að finna hér.

 

Þetta frumvarp Ögmundar Jónassonar, um breytingar á lögreglulögum, dagaði uppi í Allsherjarnefnd Alþingis, líkt og frumvarp Rögnu Árnadóttur og varð því ekki að lögum.

 

Nú hefur ráðherra upplýst að hann stefni að framlagningu frumvarpsins á nýjan leik fyrir þinglok að vori 2012.  Í þessum tilgangi hefur verið settur saman hópur sérfræðinga úr innanríkisráðuneytinu og lögreglu með aðkomu LL sem ætlað er það hlutverk að kortleggja þær breytingar sem fyrirhugað er að fara í til að tryggja hnökralaus eða -litla innleiðingu fyrirhugaðra breytinga þ.e. fækkun og stækkun embætta í samræmi við fyrri áætlanir ráðherra um skipulagsbreytingar í lögreglu.  Farið verður mjög náið yfir öll atriði málsins s.s. verkefni lögreglu, fjármál embættanna og síðast og alls ekki síst starfsmannamálin.  Ljóst er að unnið verður skv. leiðarvísi fjármálaráðuneytisins um sameiningu stofnana, sem gefinn var út í desember 2008 enda var sú vegferð tryggð af hálfu LL með því samkomulagi sem gert var um launaþátt kjaradeilu LL og fjármálaráðherra sem gengið var frá á haustmánuðum.

Þá verður einnig unnið með ýmsar skýrslur sem RLS hefur gefið út í gegnum tíðina t.d. Skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglunnar, mannaflaþörf sem finna má í viðauka C, bls. 60 í skýrslunni Mat á breytingum á nýskipan lögreglu frá árinu 2008.  Þá mun LL einnig leggja áherslu á að horft verði til samskonar skýrslu RLS, um mannaflaþörf í lögreglu, sem unnin var á árinu 2006 auk þess að líta til ýmissa gagna og skýrslna sem unnar voru í Danmörku í kringum þær skipulagsbreytingar sem þar voru unnar á lögreglunni árið 2007 og síðar. 

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra lagði fram, á Alþingi, þann 25. apríl 2012, nýtt frumvarp sitt um breytingar á lögreglulögum.  Umfjöllun um það er og verður að finna undir hlekknum 2012, hér til hliðar.

 

Sérstakur saksóknari:

 

Eins og legið hefur í loftinu, í allnokkurn tíma, sem og komið fram í fréttum, þá stendur til að gera breytingar á lögum um embætti Sérstaks saksóknara, sem miða að því að færa starfsemi efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra til embættis Sérstaks saksóknara. Frumvarp til laga þess efnis hefur nú verið lagt fram. Frumvarpið er hægt að nálgast hér.

Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram fimmtudaginn 5. maí s.l. og hefur því nú verið vísað til annarrar umræðu og allsherjarnefndar. Umræður um frumvarpið er hægt að nálgast hér.

  •  
  • Umsögn LL vegna flutnings efnahagsbrotadeildar RLS til embættis Sérstaks saksóknara má lesa hér.
  • Umsagnir annarra umsagnaraðila má lesa hér.
  •  

Ofangreint frumvarp, um flutning verkefna efnahagsbrotadeildar RLS til Sérstaks saksóknara er nú komið úr meðförum allsherjarnefndar og bíður annarrar umræðu á Alþingi. Nefndarálit allsherjarnefndar, vegna frumvarpsins má lesa hér. Allsherjarnefnd leggur til að gerðar verði tvær breytingar á frumvarpinu og má lesa þær tillögur hér.

 

Af lestri greinargerðar með frumvarpinu, sem og áliti allsherjarnefndar má telja nokkuð víst að þegar að því kemur að verkefnum þeim, sem Sérstökum saksóknara voru falin í tengslum við rannsóknir í kjölfar bankahrunsins verður lokið, þá verði komið á fót á Íslandi rannsóknarembætti, sem falið verði það hlutverk að rannsaka efnahagsbrot í “víðasta skilningi” þess orðs. Gera má ráð fyrir því að slíkt embætti verði byggt á svipuðum grunni og Ökokrim í Noregi.

 

Frumvarp, Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um breytingar á lögum um embætti Sérstaks saksóknara varð að lögum frá Alþingi þann 10. júní s.l.  Sjá má feril málsins hér, ásamt því að hægt er að komast inn á öll skjöl málsins einnig.  Lesa má hin nýsamþykktu lög hér.

 

 

Til baka