Fréttir

Fyrirmynd komandi kjarasamninga?

20 apr. 2011

Haft er eftir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á mbl.is (nánar í Morgunblaðinu sjálfu) í dag að kjarasamningur sá sem gerður hefur verið á milli SA og ELKEM vegna starfsmanna í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, hljóti að verða fyrirmynd þeirra kjarasamninga sem gerðir verða á milli SA og ASÍ.

 

Samningurinn, sem gerður var á milli Verkalýðsfélags Akraness og ELKEM er til þriggja ára og skv. upplýsingum, á heimasíðu félagsins mun hann innihaldatæplega 10% launahækkun á fyrsta ári hans og þannig muni byrjandi hjá ELKEM hækka um sem nemur tæpum 30.000,- kr. á mánuði en starfsmaður, sem starfað hefur í tíu ár eða lengur hjá félaginu muni hækka um tæpar 35.000,- kr. á mánuði.  Þá kemur einnig fram á heimasíðu félagsins að samningurinn sé afturvirkur til 1. janúar 2011.  Þá hafi ELKEM ákveðið, vegna góðrar afkomu fyrirtækisins, að greiða öllum starfsmönnum ein föst mánaðarlaun aukalega, sem þýði þegar allt ofangreint er tekiði sama, fyrir starfsmann sem unnið hefur í tíu ár eða lengur hjá fyrirtækinu, tæplega 500.000,- kr. aukagreiðslu við næstu útborgun.

Þá munu orlofs- og desemberuppbætur einnig hækka talsvert en þær munu í dag vera 260.542,- kr. en hækka í 274.872,- kr. samanlagt sem er um 5,5% hækkun.  Heildarhækkun samningsins, á samningstímabilinu, sem er þrjú ár eins og fram hefur komið hér framar, er um 26%!

 

 

Til baka