Fréttir

Lögreglufélag Vesturlands ályktar í tengslum við skipulagsbreytingar í lögreglu

20 apr. 2011

Í frétt á mbl.is er sagt frá ályktun lögreglufélags Vesturlands þar sem því er fagnað að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafi horfið frá hugmyndum fyrrverandi dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, um að sameina lögregluna á Vesturlandi og Vestfjörðum í eitt lögreglulið.

 

Í sömu ályktun er það jafnframt harmað að hvergi sé að sjá í frumvarpinu þann „eftirlaunapakka“ sem ráðherra lofaði lögreglumönnum, að yrði inni í frumvarpinu, á fundi sem hann sótti með lögreglumönnum á Vesturlandi og haldinn var í Borgarnesi þann 15. febrúar s.l.

Orðrétt sagði ráðherra eftirfarandi á fundinum varðandi „eftirlaunapakkann“:

„Það er algjört skilyrði að lífeyrisskilyrðin yrðu inni í frumvarpinu en þau hefðu dottið út úr því og því var þessu frestað fram á vorið.  Það er hugsunin.“

 

Til baka