Fréttir

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði að takast?

5 maí. 2011

Allt útlit er fyrir, skv. fréttum, að kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði verði undirritaðir í dag en gert hafði verið ráð fyrir því að gengið yrði frá þeim í gærkvöldi.  Það virðist hinsvegar ekki hafa tekist.

 

Takist það að undirrita kjarasamninga ASÍ og SA í dag, fara samningarnir í kosningu félagsmanna beggja deiluaðila og gera má ráð fyrir því að niðurstaða þeirrar kosningar liggi fyrir um eða í kringum næstu mánaðamót, ef allt gengur að óskum.

Verði gengið frá samningum ASÍ og SA í dag má, að sama skapi, gera ráð fyrir því að skriður fari loksins að komast á gerð kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum.

 

 

Til baka