Fréttir

Nýtt útlit á heimasíðu LL

16 jún. 2011

Um nokkra hríð hefur verið unnið að útlitsbreytingu á heimasíðu LL.  Þessari vinnu er nú lokið og var nýja síðan gangsett á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2011.

 

Ástæða þess að farið var í þessar breytingar er fyrst og fremst sú að eldri síðan var orðin barn síns tíma auk þess sem magn upplýsinga á henni var orðið það mikið að kerfið, sem stjórnaði síðunni, átti orðið erfitt með að halda utan um allar þessar upplýsingar.

 

 

Vonir LL standa til þess að með þessari breytingu verði aðgengi að síðunni auðveldara auk þess auðveldara verður að vekja athygli félagsmanna á þeim fréttum sem stjórn LL telur að skipti máli fyrir félagsmenn að lesa hverju sinni.

 

Athygli er vakin á því að nýtt lén síðunnar er nú: www.logreglumenn.is en fyrst um sinn færir eldra lénið viðkomandi sjálfkrafa yfir á hið nýja. 

 

Stjórn LL og starfsmenn skrifstofu óska öllum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með 17. júní og sömuleiðis að sumarið verði þeim gott.

Til baka