Fréttir

Kjaradeilu LL við ríkisvaldið vísað í gerðardóm.

30 jún. 2011

Á samningafundi í dag, fimmtudaginn 30. júní, ákvað samninganefnd LL að vísa kjaradeilu sinni við ríkisvaldið til úrskurðar gerðardóms í samræmi við fylgiskjal sem er að finna á bls. 44 í núgildandi kjarasamningi LL.

 

 

Vel hefur gengið, hingað til, með útfærslu texta í samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila en verr aftur á móti að ná saman um launaliðinn.  Strandar þar m.a. á mismunandi túlkun samningsaðila á framkvæmd úttektar á kjaralegri stöðu lögreglumanna sem nánar er tilgreind í 2. gr. fylgiskjalsins.

 

Á grundvelli 3. gr. fylgiskjalsins hefur LL því ákveðið að skjóta kjaradeilunni til gerðardóms til úrskurðar.

 

Nánari fregnir af framgangi kjaraviðræðna er að finna á lokuðu svæði félagsmanna LL, undir liðnum Laun 2011, hér á síðunni.

Til baka