Fréttir

Varðstjóri í lögreglu sýknaður í héraðsdómi

15 júl. 2011

Varðstjóri í lögreglunni var í dag sýknaður í héraðsdómi Suðurlands af ákæru um að hafa farið offari í starfi vegna afskipta af ölvuðum einstaklingi á útihátíð í Galtalæk s.l. sumar.

 

 

Sagt er frá dómnum á mbl.isvisir.is og dv.is í dag.

 

Málatilbúnaðurinn, af hálfu Ríkissaksóknara, er dæmi um þær aðstæður sem lögreglumenn búa við í starfi sínu þ.e. að vera gerðir persónulega ábyrgir, fyrir dómstólum, vegna vinnu sinnar og oft á tíðum þar sem aðstaða lögreglu, t.a.m. á útihátíðum líkt og var í þessu tilviki, er langt frá því að vera boðleg til að sinna þeim störfum sem lögreglu er ætlað að sinna hverju sinni.

 

LL hvetur alla lögreglumenn til að kynna sér vel allan aðbúnað til löggæslu á þeim útihátíðum sem haldnar verða í sumar, áður en þeir samþykkja að vinna á slíkum stöðum.

 

Dóminn er hægt að lesa á heimasíðu héraðsdóms Suðurlands hér.  Hjörtur O. Aðalsteinsson, dómstjóri héraðsdóms Suðurlands, kvað upp dóminn.

Til baka