Fréttir

Þrír kjarasamningar felldir með stuttu millibili

19 júl. 2011

Þrír kjarasamningar, sem gerðir voru á sömu nótum og aðrir kjarasamningar í kjölfar kjarasamnings SA og ASÍ nú í vor, hafa verið felldir með stuttu millibili. 

 

 

Þannig felldu flugmenn hjá Icelandair nýgerðan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Þá felldu skipstjórnarmenn á skipum Eimskipa og Samskipa nýgerðan kjarasamning Félags skipstjórnarmanna.

Loks felldu flugmenn hjá Flugfélagi Íslands nýgerðan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

 

Hægt er að lesa fregnir af kjarasamningi flugmanna hjá Icelandair á mbl.is hér.

Hægt er að lesa fregnir af kjarasamningi félags skipstjórnarmanna á mbl.is hér.

Hægt er að lesa fregnir af kjarasamningi flugmanna hjá Flugfélagi Íslands á mbl.is hér.

 

Engar fréttir er enn að hafa af skipun gerðardóms í kjaradeilu LL við ríkisvaldið en fréttir verða fluttar hér á heimasíðu LL um leið og eitthvað gerist í þeim efnum.  Lögreglumenn eru því enn með lausa kjarasamninga!

Til baka