Fréttir

Haustfundur EUROCOP

4 sep. 2011

Haustfundur EUROCOP (European Confederation of Police), sem LL er meðlimur í, var haldinn í Brussel í Belgíu dagana 1. – 2. september s.l.  Formaður LL sótti fundinn fyrir hönd LL.

 

Á fundinum flutti erindi, Madeleine Reid frá Evrópusambandinu, um Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins sem er hluti af EES samningnum, sem innleiddur hefur verið á Íslandi; dóma sem felldir hafa verið af Evrópudómstólnum, um atriði er varða Vinnutímatilskipunina o.fl.  

Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins er í fullu gildi hér á landi s.s. sjá má í bókun um „Skipulag vinnutíma“ sem er að finna í flestum, ef ekki öllum kjarasamningum sem gerðir hafa verið á Íslandi frá innleiðingu tilskipunarinnar.

Í desember 2010 gaf Evrópusambandið út 178 bls. skýrslu (sec(2010)1611) um framkvæmd Vinnutímatilskipunarinnar en Madeleine Reid vitnaði m.a. til þessarar skýrslu í erindi sínu.

Ljóst er, af fyrirlestri Madeleine Reid og lestri ofannefndrar skýrslu, að ýmis atriði, sem er að finna í Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins, eru og hafa verið um margra ára skeið þverbrotin á íslenskum lögreglumönnum!

LL mun, á næstu dögum, senda félags- og fjármálaráðherrum bréf þar sem bent verður á vanefndir stjórnvalda á ákvæðum Vinnutímatilskipunarinnar og krafist tafarlausra úrbóta.  Bréfið mun verða birt, í heild sinni á heimasíðu LL.

Til baka