Fréttir

Fundur landssambanda lögreglumanna á Norðurlöndunum

16 sep. 2011

Þann 15. september s.l. var haldinn fundur Landssambanda lögreglumanna á Norðurlöndunum, í Osló í Noregi, en landssamböndin hafa haft með sér samstarf undir merkjum Nordiska polisforbundet (NPF) um áratugaskeið.

 

Á fundinum var m.a. fjallað um hryðjuverkaárásir Anders Behring Breivik í miðborg Oslóar og á Útey þann 22. júlí s.l. og flutti þar erindi Johan Frederiksen sem stýrði aðgerðum lögreglunnar í Osló í kjölfar árásanna.

Fundir NPF eru haldnir tvisvar á ári og er skipst á milli landanna að halda fundina.  Formaður LL, Snorri Magnússon, gegndi formennsku NPF frá mars 2009 til mars 2011 en formennskan skiptist á milli formanna landsambanda lögreglumanna allra Norðurlandanna á tveggja ára fresti.  Núverandi formaður NPF er Lena Nitz, formaður Landssambands sænskra lögreglumanna.

Frétt af nýafstöðnum fundi NPF má finna á heimasíðu Landssambands norskra lögreglumanna (Politiets Fællesforbund).

Heimasíður landssambanda lögreglumanna á Norðulöndunum má finna í gegnum þennan tengil.

Til baka