Fréttir

Yfir 60% óánægð með launin

19 sep. 2011

Í frétt á mbl.is í dag, mánudaginn 19. september, kemur fram að skv. nýlegri launakönnun, sem unnin var fyrir SFR að yfir 60% félagsmanna SFR eru óánægð með laun sín.

 

 

Í fréttinni kemur einnig fram að staða opinberra starfsmanna sé almennt lakari en staða þeirra sem starfa í einkageiranum.  laun opinberra starfsmanna hafa hækkað minna en annarra launþega, fjárhagsleg staða heimila þeirra sé almennt verri en annarra launþega.  Þá þurfa opinberir starfsmenn, umfram aðra launþega, að ganga meira á sparifé sitt og safna skuldum til að ná endum saman í rekstri sinna heimila. 

Til baka