Fréttir

Ályktun félagsfundar LR 20. sept. 2011

21 sep. 2011

Ályktun fundar lögreglumanna 20.09.2011.

 

Lögreglumenn hafa verið án kjarasamninga í tæpa 300 daga. Nú í annað sinn á stuttum tíma hefur kjaramálum lögreglu verið vísað í gerðardóm meðan aðrar stéttir hafa náð fram samningum við viðsemjendur sína.

 

 

Lögreglumenn geta ekki beitt verkfallsvopni í kjarabaráttu sinni líkt og aðrar stéttir hafa beitt með viðunandi árangri. Vegna vopnlausrar baráttu okkar virðist ríkið ekki leggja mikla áherslu á að semja við lögreglumenn sem verða nú í annað sinn að lúta dómi gerðardóms í sinni kjarabaráttu.

 

Vopnlaus tilraun við samninga árið 2009 við ríkisvaldið var felld með 90% atkvæða lögreglumanna sem þurftu í kjölfarið að sætta sig við dóm gerðadóms.

 

Lögreglumenn eru þreyttir á ofríki því sem þeim er sýnt og skilningsleysi gagnvart neikvæðri launaþróun þeirra.

Við krefjumst leiðréttingu launa okkar miðað við launaþróun annarra stétta sl. 10 ár.

 

Lögreglumenn eiga betra skilið frá ríkinu.

 

Rekstur lögregluembættanna er að stærstum hluta laun lögreglumanna. Ríkisvaldið setur síendurteknar kvaðir um niðurskurð til reksturs þeirra sem þýðir aðeins fækkun lögreglumanna og lækkun launa þeirra sem eftir standa. Þessi fækkun þýðir að öryggi okkar er stefnt í voða vegna undirmönnunar og álags.

 

Hver á að gæta okkar?

Til baka