Fréttir

Ályktun LV 23. september 2011

24 sep. 2011

Félagsfundur Lögreglufélags Vestfjarða haldinn þann 23. september 2011, í skugga nýgengins gerðardóms.

 

Fundurinn fordæmir framkomu ríkisvaldsins gagnvart lögreglumönnum í landinu.  Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt þar sem störf þeirra eru talin ómissandi á öllum tímum.  Þetta hefur ríkisvaldið nýtt sér með því að semja ekki við lögreglumenn í tæpa 300 daga, knýja fram gerðardóm og standa síðan að dómi sem lögreglumenn telja vera niðurlægingu við starfsstéttina.

 

Virðist engu breyta þó 95,7 % þjóðarinnar standi heilshugar við bakið á lögreglumönnum samkvæmt skoðanakönnun,  í baráttu þeirra fyrir leiðréttingu launa.

 

Félagið áréttar að lögreglumenn hafa dregist verulega aftur úr þeim stéttum sem hafa miðað kjarabaráttu sína við launakjör lögreglumanna.

 

Ljóst er að þessi niðurstaða mun strax valda neikvæðri þróun í löggæslu og óttast félagið stórfelldan flótta lögreglumanna úr stéttinni.

 

Lögreglufélag Vestfjarða krefst þess að ríkisvaldið  grípi til tafarlausra aðgerða til að leiðrétta kjör lögreglumanna.

 

Samþykkt á félagsfundi Lögreglufélags Vestfjarða 23. september 2011

Til baka