Fréttir

Sænskir lögreglumenn óánægðir með launakjör sín

14 okt. 2011

Mikill fjöldi sænskra lögreglumanna, um alla Svíþjóð, tók sig saman þann 5. október s.l. og gengu fylktu liði inn á atvinnumiðlanir víðsvegar um Svíþjóð til að leita annarra, betur launaðra, atvinnutækifæra.

 

 

Í fréttatilkynningu frá Landssambandi sænskra lögreglumanna kemur fram að þessi óánægja lögreglumanna í Svíþjóð, með launakjör sín, sé eitthvað sem hafi verið viðvarandi um langa hríð en hafi brotist út með þessum hætti þann 5. október s.l.

Í fréttatilkynningunni er einnig hægt að lesa gagnrýni á mannauðsstefnu sænskra yfirvalda gagnvart lögreglumönnum og athyglivert er, í því samhengi, að skoða niðurstöður tveggja nýlega útgefinna skýrslna Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins sem hægt er að lesa annarsvegar hér og hinsvegar hér.

 

Hægt er að lesa um þessar einstaklingsbundnu aðgerðir sænskra lögreglumanna í hinum ýmsu sænsku netmiðlum hér, hér og hér.

 

Rétt er að geta þess, hér í þessu samhengi, að launakjör sænskra lögreglumanna eru miklum mun betri en launakjör íslenskra lögreglumanna!

Til baka