Fréttir

Anna Nellberg frá Svíþjóð nýr formaður EuroCOP

22 nóv. 2011

Anna Nellberg, 39 ára lögreglumaður og stjórnarmaður í Landssambandi sænskra lögreglumanna, var í dag kosin nýr formaður EuroCOP.  Tekur hún við formennskunni af Heinz Kiefer sem gegnt hefur henni undanfarin ár.  Það er afar ánægjulegt frá því að greina að Anna er fyrsta konan sem gegnir formennsku í EuroCOP og enn ánægjulegra að hún skuli koma frá Norðurlöndunum. 

EuroCOP er arftaki UISP og er regnhlífarsamtök lögreglusambanda og félaga um alla Evrópu.  Fjöldi félagsmanna í EuroCOP telur um fimm hundruð þúsund (500.000) lögreglumenn.  LL var aðildarfélag UISP og er sem slíkt eitt af stofnfélögum EuroCOP.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um kosningu Önnu Nellberg, á heimasíðu Landssambands sænskra lögreglumanna.

Með þessu kjöri er rödd landssambanda lögreglumanna á Norðurlöndunum, sem mynda með sér regnhlífarsamtökin Norræna lögreglusambandið (Nordiska Polisforbundet), orðin mun sterkari á vettvangi Evrópusamvinnu.

Til baka