Fréttir

Frá Kjörstjórn, komandi þing, formanns og stjórnarkjör

25 nóv. 2011

Kjörstjórn kom saman til fundar þriðjudaginn 22. nóvember. Kjörstjórn skipa: Guðmundur Fylkisson, Jón Halldór Sigurðsson og Berglind Eyjólfsdóttir.

 

Ákveðið var að vekja athygli á því að á næsta ári er þing LL og fyrir þingið skal gengið frá stjórnarkjöri.

 

Fyrir það fyrsta þá skal halda þing í apríl mánuði en ekki hefur verið gefin út dagsetning fyrir þingið..

 

Formaður LL skal kosin í allsherjar póstkosningu meðal félagsmanna LL sama ár og þing er haldið og skal kosningu vera lokið þremur vikum fyrir þing.  Þeir sem gefa kost á sér í kjör formanns skulu láta kjörstjórn LL vita fyrir lok janúar sama ár og kosið er.  Formaður og ný stjórn taka við að afloknu þingi

 

Rétt til fullrar aðildar að LL, eiga allir starfandi lögreglumenn á landinu sem hafa lokið Lögregluskóla ríkisins og hafa lögreglustarfið að aðalstarfi, lögreglunemar í starfsnámi og á seinni önn í Lögregluskólanum. Sama gildir um þá sem ekki hafa lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins en voru skipaðir, settir eða fastráðnir áður en lög nr. 64/1989 tóku gildi.

 

Rétt til fullrar aðildar eiga þeir einnig sem eru í fæðingar-/foreldraorlofi, launalausu leyfi. skv. kjarasamningi LL og þeir sem hafa fullnýtt veikindarétt sinn og fallið af launaskrá vegna veikinda eða slysa en hafa ekki látið af störfum.  Sama gildir um þá félaga sem gert hafa starfslokasamning eða fá greidd biðlaun og greiða iðgjald af launum sínum til LL.  Sama gildir einnig um félaga sem fara til friðargæslu á vegum alþjóðlegra stofnana og annarra löggæsluverkefna erlendis á vegum íslenskra stjórnvalda og þá sem eru frá störfum um stundarsakir vegna náms, er varðar starf þeirra.

 

Þá gildir það sama um lögreglumenn sem orðið hafa atvinnulausir og hafa ekki átt aðild að öðrum stéttarfélögum en LL síðan þeir störfuðu sem lögreglumenn.

 

Eins þykir Kjörstjórn rétt að vekja athygli Svæðisdeilda á því að hver deild skal sjá um kjör annarra stjórnarmanna

Svæðisdeildir skulu sjá um kosningu manna í stjórn LL og skal það gert sama ár og þing er haldið.  Stjórnir svæðisdeilda skulu fyrir 20. janúar auglýsa eftir þeim sem vilja gefa kost á sér í stjórn LL frá viðkomandi félagssvæði.  Ef fleiri gefa kost á sér en viðkomandi svæði á rétt til skal valið fara fram með kosningu.  Fyrir 1. mars skal allsherjarkosningu lokið í hverri svæðisdeild og skulu þeir sem hlutu kosningu vera fullgildir í stjórn LL næstu 2 árin.

 

Stjórn LL verði skipuð fulltrúum félagssvæða samkvæmt eftirfarandi hlutfallsskiptingu:

Höfuðborgarsvæðið 7 menn, Reykjanes 2 menn, Suðurland 1 maður, Austurland 1 maður, Norðausturland 1 maður, Norðvesturland  1 maður, Vestfirðir 1 maður og Vesturland 1 maður.

 

Kjörstjórn vekur einnig athygli á því að svæðisdeildir munu svo kjósa sína fulltrúa á þingið, á þinginu starfa nefndir og eins er kosið í nefndir sem starfa milli þinga.

Til baka