Fréttir

Kjörstjórn, formanns og stjórnarkjör 2012

5 jan. 2012

Kjörstjórn fundaði í dag vegna nýs kjörtímabils formanns og stjórnar LL. Ákveðið var að senda tölvupóst á alla lögreglumenn til að vekja athygli á framboðsfresti vegna formanns og síðan stjórnar. Kjörstjórn LL fer með formannskjörið en svæðisdeildir sjá um stjórnarkjörið.

Eftirfarandi póstur verður sendur:

 

Framundan er kjör til stjórnar LL og kjör til formanns LL. Ný stjórn tekur við störfum að loknu þingi sem verður í apríl nk. en nákvæm ákvörðun um þingstað og stund liggur ekki fyrir á þessari stundu.

 

Formannskjör

Framkvæmdin á formannskjöri er í höndum kjörstjórnar LL en hana skipa Guðmundur Fylkisson (formaður nefndarinnar), Berglind Eyjólfsdóttir og Jón Halldór Sigurðsson. Í lögum LL segir að formaður skuli kosinn í allsherjarkosningu meðal félagsmanna LL og skal kosningu vera lokið þremur vikum fyrir þing. Þeir sem gefa kost á sér þurfa að láta kjörstjórn vita af því fyrir lok janúar.

 

Kjörgengir eru allir starfandi lögreglumenn á landinu sem hafa lokið Lögregluskóla ríkisins og hafa lögreglustarfið að aðalstarfi, lögreglunemar í starfsnámi og á seinni önn í Lögregluskólanum, lögreglumenn í fæðingar- og foreldraorlofi, lögreglumenn í launalausu leyfi, lögreglumenn sem fullnýtt hafa veikindarétt sinn (en hafa ekki látið af störfum), lögreglumenn í friðagæslu á vegum alþjóðlegra stofnana og í öðrum löggæsluverkefnum erlendis á vegum íslenskra stjórnvalda, lögreglumenn sem eru frá störfum um stundarsakir vegna náms er varða starf þeirra og lögreglumenn sem orðið hafa atvinnulausir og hafa ekki átt aðild að öðrum stéttarfélögum en LL síðan þeir störfuðu sem lögreglumenn. Kjörgengi miðast við 1. janúar sl.

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir að senda tilkynningu þar um á netfangið kjorstjorn@logreglumenn.is

fyrir lok janúar nk.

 

 

Stjórnarkjör LL

Framkvæmdin á stjórnarkjöri LL er á hendi svæðisdeildanna og skulu þær fyrir 20. janúar auglýsa eftir þeim sem vilja gefa kost á sér í stjórn LL frá viðkomandi félagssvæði. Þeir sem vilja gefa kost á sér skulu skriflega – með bréfi eða tölvupósta – fyrir lok janúar koma framboði sínu til stjórnar viðkomandi svæðisdeildar sem skal koma afriti af framboði manna til stjórnar LL. Ef fleiri gefa kost á sér en viðkomandi svæði á rétt til skal valið fara fram með kosningu sem skal lokið fyrir 1. mars. Stjórnartímabil er tvö ár.

 

Stjórn LL skal skipuð fulltrúum félagssvæða samkvæmt eftirfarandi hlutfallsskiptingu:

 

Höfuðborgarsvæðið 7 menn og 7 til vara

Reykjanes 2 menn og 2 til vara

Suðurland 1 maður og 1 til vara

Austurland 1 maður og 1 til vara

Norðausturland 1 maður og 1 til vara

Norðvesturland 1 maður og 1 til vara

Vestfirðir 1 maður og 1 til vara

Vesturland 1 maður og 1 til vara

 

 

Kjörstjórn hvetur alla lögreglumenn, konur og karla, til að gefa kost á sér til þessara trúnaðarstarfa. Framundan eru 2 ár til undirbúnings fyrir næstu törn í kjarabaráttu og mikilvægt að hæfir og duglegir einstaklingar veljist til þessara starfa. Kjörstjórn vekur einnig athygli á því að á vegum Landssambandsins eru starfandi ýmsar nefndir sem kosið er í á þingi eða skipað í af stjórn LL.

Til baka