Fréttir

LL fundar með allsherjarnefnd Alþingis

31 jan. 2012

Í dag, þriðjudaginn 31. janúar, kl. 10:40 mættu formaður og framkvæmdastjóri LL á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vegna umfjöllunar nefndarinnar um þingsályktunartillögu um grunnskilgreiningar löggæslu á Íslandi. Fundinn sóttu einnig lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fulltrúi ríkislögreglustjóra.

LL hefur, allt frá 2008, bent á nauðsyn þess að Alþingi fari í þá vinnu sem lagt er til að gert verði með þingsályktunartillögunni og fagnaði því tækifærinu sem gafst á að funda með nefndinni, koma frekari sjónarmiðum LL á framfæri og svara spurningum nefndarmanna.

Hægt er að lesa umsögn LL um þingsályktunartillöguna hér.

Umsagnir annarra aðila um þingsályktunartillöguna er hægt að lesa hér.

Þeim sem frekar vilja kynna sér þessi mál er bent á að lesa þær upplýsingar sem er að finna undir hlekknum „Skipulagsbreytingar“ og þeim undirhlekkjum sem þar er að finna.

Rétt er einnig að vekja sérstaka athygli á því að þetta mál er nokkuð nátengt niðurlagningu Varnarmálastofnunar og þeirri vinnu sem nú er unnin er varðar gerð þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa sig frekar til um aðkomu LL að þeim málum, neðst í textanum á þessari síðu LL vefjarins hér.

Til baka