Fréttir

Lögreglulagafrumvarpið komið fram!

2 apr. 2012

Þann 31. mars s.l. var lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögreglulögum en hér er um að ræða frumvarpið sem verið hefur í smíðum í innanríkisráðuneytinu um allnokkra hríð og í raun það sama og dagaði uppi í allsherjarnefnd á síðasta þingi. 
Frumvarpi þessu svipar einnig til þess frumvarps sem Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði lagt fram en það frumvarp dagaði einnig uppi í meðförum allsherjarnefndar.
 
Á sama tíma var einnig lagt fram frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði (sýslumannafrumvarpið) en í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir fækkun sýslumannsembætti niður í átta (8) embætti sem svarar til þeirrar fækkunar og landshlutaskiptingar og gildir um umdæmi lögreglustjóra.
 
Þá lagði allsherjar- og menntamálanefnd fram þingsályktunartillögu um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem miðar að því að fela innanríkisráðherra að undirbúa heildstæða aðgerðaráætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 
 
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um feril þessa máls undir flipanum „Skipulagsbreytingar“ hér að ofan og einnig undir hlekknum „2012“ sem opnast hægra megin á síðunni þegar smellt er á flipann „Skipulagsbreytingar“.

Til baka