Fréttir

Umboðsmaður Alþingis áminnir ríkið

11 júl. 2012

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, miðvikudaginn 11. júlí, kemur fram að Umboðsmaður Alþingis hafi áminnt ríkið um að lausar opinberar stöður beri að auglýsa og gildir það jafnt um föst stöðugildi sem setningar.  Þá kemur fram að umboðsmaður hafi nú nýverið lokið við þrjú mál þar sem fjallað var um þessa auglýsingaskyldu og að tvö þessara mála hafi varðað stöður í lögreglunni.
Í fréttinni er sérstaklega vikið að þeim tveimur málum, sem umboðsmaður lauk nýverið við skoðun á, er varða störf í lögreglu.  Þá kemur einnig fram að umboðsmaður hafi sent Ríkislögreglustjóra bréf vegna annars málsins.
 
Fréttatilkynningu Umboðsmanns Alþingis er hægt að lesa hér en þar er að finna þau þrjú mál sem fjallað er um í frétt Fréttablaðsins.
 
Eins og lögreglumenn almennt vita er hér ekki um nýmæli að ræða er kemur að ráðningum í stöður innan lögreglu en það sanna fjöldamörg mál sem lögreglumenn hafa kvartað undan til Umboðsmanns Alþingis.  Lista yfir þau mál, sem LL er kunnugt um að Umboðsmaður Alþingis hafi fjallað um og varða lögreglumenn er hægt að finna hér á heimasíðu LL.

Til baka