Fréttir

Fréttamolar af 43. þingi BSRS haldið 10 – 12. október 2012.

11 okt. 2012

Fyrst er frá því að segja að Landsamband lögreglumanna (LL) á átta fulltrúa á þinginu sem er haldið nú en þing BSRB eru haldin á þriggja ára fresti. Fulltrúar LL koma allir úr stjórn LL og eru eftirfarandi,

 

 

Snorri Magnússon, formaður, Frímann B. Baldursson, varaformaður, Ragnar Sv. Þórðarson, ritari, Gylfi Þór Gíslason, Þorvaldur Jakob Sigmarsson, María Pálsdóttir, Steinar Adolfsson og Magnús Jónasson.

 

María Pálsdóttir boðaði forföll en í hennar stað kom Baldur Ólafsson varafulltrúi.

 

Fyrir þing lágu lágu nokkur þingskjöl sem áður höfðu verið send fulltrúum til kynningar en þar ber helst að nefna, tillaga stjórnar um þingnefndir og fjölda í nefndum BSRB, tillaga stjórnar um breytingu á lögum BSRB og  ályktun stjórnar um breytingu á aðildargjöldum.

 

Þingsetning hófst samkvæmt dagskrá klukkan 11:00 en eitthvað var um breytingar á fulltrúum þingsins þe. að varafulltrúar kæmu inn en alls sitja þingið um 243 fulltrúar frá 27 aðildarfélögum, sem eru staðsett víðsvegar um landinu.

 

Skýrsla stjórnar var kynnt og verða eftirfarandi nefndir starfandi á þinginu, samkvæmt tillögu stjórnar, allsherjarnefnd, starfskjaranefnd, útbreiðslu- og fræðslunefnd og kjörnefnd. Aðrar nefndir samkvæmt tillögu eru velferðarnefnd, jafnréttisnefnd og laganefnd.

 

Nefndanefnd var búin að velja í nefndir og er LL með eftirfarandi fulltrúa í nefndum þingsins,

Snorri Magnússon í starfskjaranefnd, Frímann B. Baldursson í allsherjarnefnd og Steinar Adolfsson í laganefnd.

 

Nokkur umræða varð um tillögur stjórnar um breytingar á lögum BSRB enda eru nokkrar þeirrar talsvert róttækar ma. nafnabreyting á BSRB, lágmark félagsmanna í aðildarfélögum, fjölda fulltrúa á þingi og hvenær árs þing skal haldið. Tvennar umræður verða um breytingatillögunar, þær seinni verða eftir nefndarumfjöllun.

 

Varðandi ályktun stjórnar um aðildargjöld, gerði forseti þings ekki ráð fyrir því að hafa neinar umræður um þann lið. Það var ekki fyrr en athugsemdir komu úr sal vegna þess og því var umræða leyfð. Sú umræða var afar vængstýfð og stutt þökk sé forsetar þingsins. Það er greinilegt að það eru fleiri en LL sem eru ósáttir við þær hækkanir sem voru fyrirhugaðar. Í framhaldi af því var samþykkt af þingfulltrúum að ýta málinu áfram til stjórnar BSRB, þó ekki einróma og er þetta mál er því ekki frá.

 

Fyrir þinginu lágu einnig drög að ályktunum frá stjórn um lífeyrismál, almannaþjónustu, efnahagsmál, kjaramál, umhverfismál og jafnréttismál. Snorri Magnússon kynnti fyrir hönd stjórnar þeirra áherslur og drög að ályktunum varðandi starfskjör og lífeyrismál ásamt greinargerðum og stefnum en önnur umræða verður um ályktanir eftir að nefndir hafa tekið þær til umfjöllunar.

 

Framundan á þinginu eru ma. nefndarstörf og nefndarálit, málstofur og afgreiðslur þingmála.

Til baka