Fréttir

Norskir lögreglumenn vilja bera skotvopn við störf sín

8 nóv. 2012

 

Á þingi Landssambands norskra lögreglumanna nú í morgun var samþykkt ályktun þingsins þess efnis að norskir lögreglumenn krefjist þess að bera skotvopn við störf sín dags daglega.  Í dag er staðan sú að vopn eru geymd í læstum hirslum í merktum lögreglubifreiðum en það telja norskir lögreglumenn ekki nægjanlegt aðgengi að skotvopnum þ.a. þeir geti tryggt eigið öryggi sem og öryggi almennings.  Hægt er að nálgast skýrslu norska landssambandsins um vopnaburð norsku lögreglunnar hér.

 

Langar og mjög málefnalega umræður urðu um þetta málefni á þinginu, áður en kom til kosninga um ályktanir þingsins varðandi þetta málefni, en einnig lágu fyrir þinginu ítarlegar rannsóknir á afstöðu norskra lögreglumanna til þessa málefnis.  Hluti umræðunnar sem og þeirra rannsóknargagna sem lágu fyrir þinginu tóku einnig til þess möguleika að lögregla fengi rafstuðtæki (Taser) til notkunar.

 

Ítarleg frétt um þessa ályktun þings norska landssambandsins er hægt að lesa á vefsíðu Verdens Gang.

 

Þegar og ef af því verður að norskir lögreglumenn fara að bera skotvopn við dagleg störf sín verður íslensk lögreglu sú eina á Norðurlöndunum sem ekki ber skotvopn við störf sín.

 

Í gær, þriðjudaginn 7. nóvember, var Arne Johannessen kosinn áfram til næstu tveggja ára sem formaður norska Landssambandsins og Sigve Bolstad, formaður svæðisdeildarinnar í Osló kosinn varaformaður áfram til næstu tveggja ára.

Til baka