Fréttir

Umfjöllun Alþingis um stöðu lögreglunnar 19. nóvember 2012.

20 nóv. 2012

Eins og fram kom í frétt hér á heimasíðu LL var umræða um málefni og stöðu lögreglunnar á Alþingi Íslendinga fimmtudaginn 15. nóvember s.l.  Frummælandi var Jón Gunnarsson en Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra var fyrir svörum.

 

Í gær, mánudaginn 19. nóvember, var enn á ný fjallað um málefni lögreglunnar á Alþingi en að þessu sinni út frá skýrslu sem innanríkisráðuneytið mun hafa látið vinna um stöðu lögreglunnar.  Málshefjandi var Jón Gunnarsson en Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sat fyrir svörum. 

Það er skemmst frá því að segja að skýrsla þessi dregur upp mjög dökka mynd af stöðu lögreglunnar og getu hennar til að bregðast við ýmsum þeim verkefnum sem henni eru falin að lögum.  Myndin, sem dregin er upp af stöðu lögreglunnar í þessari skýrslu er í raun talsvert dekkri en Landssamband lögreglumanna (LL) hefur dregið upp undanfarin misseri en það staðfestir aftur að LL hefur farið fram varlega og af ábyrgð í sínum fréttaflutningi af ástandi löggæslumála á Íslandi.  Á sama tíma staðfestir skýrsla innanríkisráðuneytisins það, að málflutningur LL af málefnum lögreglunnar, hefur í einu og öllu verið réttur!

 

Skýrslan sem um ræðir var í dag birt á vef mbl.is með frétt um skotvopnaeign lögreglunnar.  Einnig var fjallað um skotvopnaeign lögreglunnar í frétt á visir.is.

 

Nokkuð hefur verið fjallað um umræðurnar sem áttu sér stað á Alþingi í gær í fjölmiðlum í dag.  Má þar t.a.m. nefna ruv, mbl.is, Bylgjuna – Ísland í bítið, visir.is og Bylgjuna – Reykjavík síðdegis.

 

Þá sendi LL frá sér ályktun, í kjölfar umræðu undanfarinna daga um löggæslumál, á alla fjölmiðla en hana má t.d. lesa á visir.is og mbl.is.

Til baka