Fréttir

Ástand löggæslumála í Vestmannaeyjum

13 mar. 2013

Enn berast fregnir af grafalvarlegu ástandi löggæslumála þjóðarinnar.  Nú síðast með tveimur fréttum á fréttamiðlinum visir.is þar sem íbúi í Vestmannaeyjum lýsir því þegar hann kom að ungum mönnum, með hettur yfir höfðum sér, við að athafna sig í garði nágranna mannsins og samskiptum sínum við neyðarlínuna í kjölfarið.

 

Í fréttunum kemur fram að maður þessi hafi ritað innanríkisráðherra bréf vegna ástandins eftir að hann hafði hringt í neyðarlínuna 112 þar sem hann fékk þær upplýsingar að engin lögregla væri að störfum í Vestmannaeyjum á þeim tíma sem hann hringdi þ.e. um kl. 03:00 að nóttu. 

 

Nýlega voru sólarhringsvaktir aflagðar í Vestmannaeyjum, en það er hinsvegar ekki eina lögregluembætti landsins þar sem þurft hefur að afleggja sólarhringsvakt lögreglu, til að mæta þeim mikla niðurskurði sem orðið hefur á fjárframlögum til lögreglu.

 

Fréttirnar á visir.is er hægt að lesa hér og hér.

 

Þá birtist einnig viðtal við Vigniða Elliðason, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, á visir.is vegna ofangreindra frétta.

 

Viðtal var einnig tekið við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna fréttanna um ástand löggæslumála í Vestmannaeyjum.

 

Lesendum þessarar fréttar er einnig bent á lesa þessa frétt hér.

Til baka