Fréttir

„Lögreglumenn kvörtuðu undan þingmönnum“

20 mar. 2013

Á fréttamiðlinum visir.is í dag er frekari umfjöllun um bók Stefáns Gunnars Sveinssonar „Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð“ en í fréttinni er m.a. fjallað um smá kafla í bókinni þar sem því er lýst er örþreyttir lögreglumenn, sem stóðu vaktina undan við þinghúsið fengu loksins leyfi til að fara inn í þinghúsið til að matast og hvílast.

 

Þessi umfjöllun er viðbót við þá umfjöllun sem varð í fjölmiðlum við útkomu bókarinnar þann 14. mars s.l.  Nokkur grein var gerð fyrir umfjöllun fjölmiðla við útkomu bókarinnar í frétt á heimasíðu LL.

 

Engar fréttir er enn að hafa af afdrifum þingsályktunartillögu sem Gunnar Bragi Sveinsson (B), Vigdís Hauksdóttir (B) og Sigurður Ingi Jóhannsson (B) lögðu fram á Alþingi Íslendinga þann 16. nóvember 2010.  Vefmiðillinn eyjan.is fjallaði um þingsályktunartillöguna þann 16. nóvember 2010, sem og aðrir fjölmiðlar.

Til baka