Fréttir

Stofnun ársins 2013

24 maí. 2013

Í dag voru kynntar niðurstöður í árlegri könnun um Stofnun ársins sem Stéttarfélag í almannaþjónustu (SFR), Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR), Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar (StRv) og fjármálaráðuneytið standa fyrir.

 

Þriðja árið í röð er embætti Sérstaks Saksóknara sigurveri í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn.  LL óskar, enn og aftur, embættinu til hamingju með glæsilegan árangur í þessari könnun en um 50.000 starfsmenn á opinberum sem og almennum markaði fengu könnunina senda með boði um þátttöku í henni.

 

LL ítrekar, hér eftir sem hingað til, mikilvægi þess að allir lögreglumenn taki þátt í könnunum sem þessum, sem og öðrum könnunum sem lögreglumönnum er boðin þátttaka í, en þær eru m.a. notaðar í viðræðum við viðsemjendur LL í tengslum við úrbætur í starfsmannamálum, aðbúnaði, kjaramálum o.fl.

 

Sé horft til annarra löggæslustofnana má sjá eftirfarandi röðun í heildarlista stofnana:

 

Sýslumaðurinn á Akranesi  12
Sýslumaðurinn á Ísafirði 18
Sýslumaðurinn á Húsavík 20
Sýslumaðurinn í Borgarnesi 44
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 48
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 68
Sýslumaður Snæfellinga 77
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði 87
Sýslumaðurinn á Blönduósi 97
Ríkislögreglustjórinn 118
Sýslumaðurinn á Selfossi 135
Sýslumaðurinn á Eskifirði 140
Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu 143
Sýslumaðurinn á Akureyri 149

 Aðrar löggæslustofnanir virðast ekki hafa komist á listann en þar geta m.a. legið að baki ástæður eins og of lítil þátttaka.

 

Þeim sem vilja kynna sér niðurstöður áranna 2011 og 2012 er bent á að lesa þessa frétt á heimasíðu LL.

 

Til baka