Fréttir

Ráðstefna um menntun lögreglumanna

23 ágú. 2013

Dagana 4. – 5. september n.k. verður haldin ráðstefna um menntunarmál lögreglumanna í tengslum við fund skólastjóra lögregluskólanna á Norðurlöndunum.

 

Tildrög ráðstefnunnar eru þau að Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra lagði til, á þingi Landssambands lögreglumanna (LL) árið 2012, að slík ráðstefna yrði haldin, sbr. einnig yfirlýsingu LL, fjármála- og innanríkisráðherra dags 19. október 2011 í tengslum við gerð kjarasamninga.

 

Eftir uppástungu frá Arnari Guðmundssyni, skólastjóra Lögregluskólans, var ákveðið að halda þessa ráðstefnu í tengslum við áðurnefndan fund skólastjóra lögregluskólanna á Norðurlöndunum en þeir munu allir verða með innlegg á ráðstefnunni.


Ráðstefnan verður haldin í húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 1. hæð, og hefst hún formlega kl. 13:15, miðvikudaginn 4. september.  Fulltrúi innanríkisráðuneytisins mun opna ráðstefnuna og í framhaldi af opnunarerindi ráðuneytisins og erindi frá formanni LL, verða innlegg frá skólastjórum lögregluskólanna á Norðurlöndunum.  Þá mun ríkislögreglustjóri halda erindi á ráðstefnunni.


Fyrir hádegi miðvikudaginn 5. september munu verða flutt erindi um menntunarmál en eftir hádegi verða settar upp þrjár málstofur þar sem unnið verður með ýmis mál er varða menntun lögreglumanna og framtíðarsýn í þeim efnum og í lok þeirra gerð grein fyrir niðurstöðum málstofanna á sameiginlegum fundi ráðstefnugesta.


Athugið að vegna takmarkaðs húsrýmis getur þurft að takmarka fjölda ráðstefnugesta.  Því er afar nauðsynlegt, vegna skipulagningar að forskrá sig á ráðstefnuna á netfanginu:   menntun@logreglumenn.is

Fyrri hluti ráðstefnunnar þ.e.a.s. erindi skólastjóra lögregluskólanna á Norðurlöndunum verður hinsvegar opinn á meðan húsrúm leyfir.

 

Drög að dagskrá ráðstefnunar er eftirfarandi:

 

Miðvikudagur 4. september 2013

 

13:00 – 13:15  Afhending gagna og skráning í málstofur.
13:15               Setning ráðstefnu
13:15 – 13:25  Ávarp innanríkisráðherra (Ragnhildur Hjaltadóttir í fjarveru ráðherra)
13:25 – 13:35  Ávarp ríkislögreglustjóra 
13:35 – 13:50  Ávarp formanns LL, Snorri Magnússon

 

Skólastjórar/stjórnendur allra lögregluskóla / lögreglumenntastofnana á Norðurlöndum fjalla hver um sig um lögreglumenntun í hverju landi fyrir sig. Þessi hluti ráðstefnunnar fer fram á ensku.  Ekki verður boðið upp á túlkun af hálfu skipuleggjenda en aðstoðað við framsetningu fyrirspurna ef óskað er eftir því.


Við skipulagningu var beðið um að skólastjórarnir ræddu eftirfarandi atriði m.a. í sínum erindum:

  1. Fyrirkomulag lögreglumenntunar í landinu og ferillinn frá vali/ráðningu.  Fyrirkomulag bóklegrar kennslu og verklegrar kennslu í starfsnámi og fyrirkomulag framhaldsmenntunar
  2. Hvernig hefur lögreglumenntunin tekið mið af breytingum í þjóðfélögunum á liðnum árum; hvað hefur tekist vel í þeim efnum og hvaða lærdóma má draga af þeim
  3. Hvernig mætir lögreglumenntunin kröfum samfélagsins um þekkingu og færni lögreglunnar?  Þar undir öll stig menntunar, þ.e. grunnmenntun og framhaldsmenntun (símenntun, sérmenntun og stjórnunarmenntun)

14:00 – 14:30  Ísland, Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins
14:35 – 15:05  Danmörk, Michael Flemming Rasmussen, skólastjóri Politiskolen

 

15:05 – 15:30  Kaffihlé


15:30 – 16:00  Finnland, Kimmo Himberg, skólastjóri Poliisiammattikorkeakoulu
16:05 – 16:35  Noregur, Håkon Skulstad, skólastjóri Politihögskolen
16:40 – 17:20  Umræður og fyrirspurnir

 

Fimmtudagur 5. september

 

09:00 – 09:15  Samantekt á því sem fram kom á fyrri degi
09:15 – 09:35  Mennt er máttur – Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stundakennari við HÍ
09:35 – 09:50  Lögreglumenntun og áframhaldandi menntun: Sýn stjórnanda – Grímur Grímsson
09:50 – 10:05  Lögreglumenntun: Sýn lögreglustjóra – Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi

 

10:05 – 10:25  Kaffihlé

 

10:25 – 10:55  Sýn LL á menntun lögreglumanna – Frímann Baldursson
11:05 – 11:25  Möguleikar fjarkennslu/fjarnáms – Eiríkur Valberg, lögreglumaður og nemi í fjarnámi.
11:25 – 12:00  Umræður og fyrirspurnir.

 

12:00 – 12:45  Hádegisverðarhlé.


12:45 – 13:00  Lögreglumenntun og áframhaldandi menntun: Sýn lögreglumanns – Eiríkur Benedikt Ragnarsson
13:00 – 15:00  Vinna í þremur málstofum

 

Ráðstefnugestir velja sér málstofu við skráningu í upphafi ráðstefnu eða við skráningu á ráðstefnuna skv. boðsbréfi (menntun@logreglumenn.is).

 

  • Málstofa 1. Grunnmenntun lögreglunema
  • Málstofa 2. Framhaldsmenntun lögreglu og annarra starfsmanna lögreglunnar
  • Málstofa 3. Viðhorf til fjarkennslu og annars konar menntunar/þjálfunar en nú er látin í té.

 

Athugið að nauðsynlegt getur verið að takmarka fjölda í málstofum og er því farið fram á að þeir einstaklingar sem hafa hug á að sitja ráðstefnuna og taka þátt í starfi málstofanna forskrái sig til ráðstefnunnar.

 

15:00 – 15:20  Kaffihlé

 

15:20 – 16:20  Málstofur skila niðurstöðum
16:20 – 16:40  Samantekt og slit ráðstefnu

 

17:00 – 18:30  Léttar veitingar í boði skipuleggjenda.

 

Glærur og kynningar má nálgast hér.

Til baka