Fréttir

STALL Hugsanlega breytingar á úthlutunarreglum á miðju ári

13 jan. 2014

Stjórn STALL fundaði í dag og ákvað að fresta breytingum á úthlutunarreglum fram á mitt ár.  Lögreglumenn hafa verið duglegir að sækja sér menntun og til þess styrki úr STALL. 

 

Útstreymi úr sjóðnum hefur verið meira en innkoman en þó ekki með þeim hætti að sjóðurinn sé tómur.  Umræða hefur verið um að lækka styrki og stóð til að slíkt kæmi til framkvæmda nú um áramót.  Slíkt hafði ekki verið kynnt og er ekki rétt að koma ,,aftan“ að fólki með slíkum ákvörðunum fyrirvaralaust.  Því var ákveðið að bíða með breytingar á úthlutunarreglum fram á mitt ár.  

 

Náist fram hækkun á framlagi launagreiðanda í sjóðinn í samræmi við aðra starfsmenntunarsjóði hjá öðrum stéttarfélögum, með nýjum kjarasamningi sem vonandi verður á næstu mánuðum þá er ekki víst að lækka þurfi styrki.   

 

Til fróðleiks þá er innkoma í STALL rúmar 10 milljónir á ári.

Til baka