Fréttir

Skerðing á úthlutunum úr STALL frá 1. júní

14 apr. 2014

Í frétt 13. janúar s.l. kynntum við að hugsanlega yrði að koma til skerðingar á styrkjum hjá STALL. Nú er það orðið að raunveruleika.  Stjórnin hefur ákveðið að frá og með 1. júní verða útgreiddir styrkir skertir um 20%.  Þ.e. sú styrkfjárhæð sem verður samþykkt verður skert um 20% við útgreiðslu og varir þetta ástand til næstu áramóta.  Ástæðan er mikil aukning á styrkumsóknum, dýrara nám sem lögreglumenn eru að sækja og illa gengur að fá embætti og lögreglumenn til að nýta Starfsþróunarsjóð.  Starfsþróunarsjóður safnar háum fjármunum.

STALL á eftir að funda einu sinni fyrir þessa dagsetningu og var tekin ákvörðun um að þetta ætti við útgreiðsludag, ekki samþykktardag. Þannig að hafi einhver fengið samþykktan styrk að ákveðinni upphæð og hefur ekki sótt hann fyrir 1. júní þá kemur til skerðingar, á þetta einnig við um þá sem sækja um ,,fyrirfram“ og fá ekki greiðsluseðil fyrr en eftir þessa dagsetningu.  Unnið hefur verið að því að fá framlög frá ríkinu hækkuð en það hefur gengið erfiðlega.  Hluta af þeirri kjarasamningsvinnu sem fer fram þessa dagana beinist að því að fá hækkun til STALL.

Til baka