Fréttir

Stofnun ársins 2015

19 mar. 2015

Nú stendur yfir könnunin um Stofnun ársins, sem gerð hefur verið allmörg undanfarin ár.

 

Mikilvægt er, til að fá fram sem gleggsta mynd af stöðu hvers lögregluembættis fyrir sig, gagnvart þeim atriðum sem spurt er um í könnuninni að sem allra flestir lögreglumenn (helst allir) taki þátt í og svari þeim spurningum sem settar eru fram í könnuninni.  

 

Út úr könnuninni geta forstöðumenn stofnana hins opinbera m.a. lesið eftirfarandi:

 

Hver er besti yfirmaðurinn? 

Hvar er besti vinnuandinn?

Hvar er besta vinnuaðstaðan?

Hvað finnst fólkinu þínu í raun og veru?

 

Það ætti því að vera kappsmál fyrir stjórnendur stofnana að fá sem bestar niðurstöður út úr könnun sem þessari.  Raunin hefur þó því miður hinsvegar verið allt önnur með langflest lögregluembætti landsins mörg undanfarin ár en það eitt er mikið áhyggjuefni, sem LL hefur margítrekað komið á framfæri við ráðamenn.

 

Landssamband lögreglumanna hefur, um árabil, notfært sér niðurstöður könnunarinnar í samskiptum sínum við samninganefnd ríkisins, sem og fjármála- og innanríkisráðuneytin.

 

Hægt er að kynna sér niðurstöður kannananna undanfarin ár t.d. á heimasíðu SFR.

 

Þá hefur LL í nokkur skipti tekið saman niðurstöður kannananna, gagnvart lögregluembættunum, t.d. 20142013 og 2011.  

Til baka