Fréttir

Ný orlofsíbúð á Akureyri

5 jún. 2015

Orlofsnefnd LL tók um það ákvörðun, á fundi s.l. vetur, að skoða möguleika á fjárfestingu í nýrri orlofsíbúð á Akureyri og um leið að selja íbúð LL við Helgamagrastræti.  Í samræmi við ákvörðun nefndarinnar var farið í vinnu við sölu- og kaupferli sem lauk með því að keypt var íbúð í nýlegu húsi við Hamratún.  Í kjölfarið var farið á smávægilegar breytingar á íbúðinni, s.s. að skipta um gólfefni á stofu og holi, sem lauk í lok maí s.l.  Nýja íbúðin, sem er umtalsvert stærri og þ.a.l. rúmbetri en íbúðin við Helgamagrastræti, fór svo formlega í útleigu þann 1. júní s.l.

Ástæða þessara breytinga má að hluta til rekja til óska sem fram hafa komið hjá félagsmönnum um stærra húsnæði (fleiri svefnpláss) á Akureyri og að hluta til þeirrar staðreyndar að ef ekki hefði verið farið í þessa fjárfestingu hefði orðið að leggja í umtalsverðan kostnað við endurnýjun og viðhald á orlofsíbúðinni við Helgamagrastræti þ.m.t. nýja eldhúsinnréttingu.

 

Þá hefur jafnframt orðið sú breyting á, með tilkomu nýju íbúðarinnar, að í stað þess að sækja lykla að henni, á lögreglustöðinni þá er lyklabox við útihurð hennar.  Aðgangskóðinn kemur fram á leigusamningum, líkt og er með önnur orlofshús LL.

 

Hægt er að sjá myndir, úr nýju íbúðinni, inni á orlofsvef LL: Hamratún, Akureyri.

 

Á sama tíma tók orlofsnefndin, m.a. til að standa betur fjárhagslega undir þessari nýju fjárfestingu, að segja upp leigunni á orlofshúsi LL að Felli í Biskupstungum.  Lauk leigutíma LL þar þann 1. maí s.l. var húsið afhent eigendum þess í lok apríl.

 

Það er von orlofsnefndar LL að félagsmenn njóti vel dvalarinnar í nýju orlofsíbúðinni við Hamratún.

 

Til baka