Fréttir

Framlengingarsamkomulag kjarasamnings LL

28 okt. 2015

Skrifað var undir samkomulag um breytingu og framlengingu kjarasamnings LL, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, kl. 05:00 í morgun en þá hafði fundur og vinna í kjaradeilunni staðið frá því kl. 08:00 í gærmorgun.

 

Búið er að setja inn upplýsingar um launalið þessa framlengingarsamkomulags á lokaða svæði heimasíðu LL og þar mun fljótlega einnig verða hægt að nálgast samkomulagið í heild sinni ásamt launatöflum og frekari skýringum á einstaka bókunum sem því fylgja.

 

Samkomulagið fer svo, venju skv. í kosningu meðal félagsmanna LL, en á lokaða svæði heimasíðunnar er að finna frekari upplýsingar um hvenær ráðgert er að hefja þá kosningu, sem verður rafræn.

 

Gríðarleg vinna, langt fram eftir nóttum, undanfarna daga og vikur, liggur að baki þessa framlengingarsamkomulags og ber á þessum tímapunkti að þakka sérstaklega öllum lögreglumönnum landsins og fjölskyldum þeirra fyrir hinn mikla stuðning og samstöðu sem þeir hafa sýnt stjórn og sammninganefnd LL í þessu langa og stranga ferli.  

 

Vegna 44. þings BSRB, sem hófst á Hótel Nordica kl. 10:00 í morgun eru félagsmenn LL beðnir um að sýna biðlund meðan unnið er að því, samhliða vinnu stjórnar LL á þingi BSRB, að koma framlengingarsamkomulaginu, ásamt fylgiskjölum og skýringum á því.

 

Að lokum er félagsmenn LL beðnir um að sýna því biðlund að vegna þings BSRB er þjónusta skrifstofu LL nokkuð skert þar sem formaður LL situr þingið fram að helgi.  Venjubundin þjónusta á skrifstofu LL hefst svo strax eftir komandi helgi.

Til baka