Fréttir

Formannskosning í janúar 2016.

18 des. 2015

Það er ljóst að það verður kosning um embætti formanns LL.  Lagt er upp með það að vera með rafræna kosningu og hún hefjist 15. janúar 2016 og verði lokið á hádegi 21. janúar 2016.  
 

Miðað verður við félagatal LL þann 1. janúar n.k.  Ef ekki koma athugasemdir verða notuð þau netföng sem voru notuð í kosningunni um kjarasamninginn og þá með þeim leiðréttingum sem gerðar voru meðan á kosningunni stóð. 
 
Í framboði eru Einar Guðmundur Guðjónsson lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Snorri Magnússon, núverandi formaður LL.

Til baka