Fréttir

Fjármálaráðherra sér ljósið

16 mar. 2016

Það var all undarlegt að lesa fréttir um svör fjármálaráðherra, við fyrirspurn þingmanns VG, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, um launaþróun lögreglumanna frá árinu 1986.

 

 

Ástæða þess að undarlegt var að lesa þessi svör er sú staðreynd að við gerð kjarasamninga (framlenginga kjarasamninga) allt frá a.m.k. haustmánuðum 2008, hafa svör starfsmanna ráðherrans (Samninganefndar ríkisins) verið á þá leið að ekki væri hægt að vinna þessar upplýsingar þar sem gögnin sem þyrfti til vinnslu þeirra lægu ekki á lausu.  Þá væri það algerlega útilokað að vinna slíkar upplýsingar út frá þeim viðmiðunarhópum sem lofað var, af hálfu ríkisvaldsins árið 1986, að horft skyldi til í kjölfar þess að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum frá Alþingi, þar sem samsetning hópanna hefði breyst svo mikið frá árinu 1986.  Vonlaust væri að vinna þessar upplýsingar þar sem gögnin væru í tölvukerfum sem væru aflögð eða jafnvel bara á pappírum sem væru í einhverjum kössum á Þjóðskalasafninu.

 

Ástæða afnáms verkfallsréttarins var mikilvægi stéttarinnar fyrir öryggi landsmanna allra og þ.a.l. væri útilokað að hugsa til þess að lögreglumenn gætu farið í verkfall til að knýja á um raunhæfar og réttlátar launaleiðréttingar sér til handa.  Þess vegna var m.a. ákveðið að horft skyldi til launaþróunar tiltekinna hópa ríkisstarfsmanna (sem flestir ef ekki allir höfðu og hafa verkfallsrétt) og lögreglumenn skyldu fá meðaltal launahækkunar þeirra hópa.  Hitt er aftur mjög auðvelt að hugsa sér að læknar og aðrar slíkar stéttir geti farið í verkföll og fengið í kjölfarið verulegar launaleiðréttingar nákvæmlega á þeim forsendum að þær séu svo mikilvægar landsmönnum og öryggi þeirra að óhugsandi sé að þær séu í verkföllum um lengri tíma!

 

Á sama tíma hafði Landssamband lögreglumanna (LL) sjálft unnið, að hluta til, slíkar upplýsingar, sem og látið vinna þær fyrir sig af hlutlausum þar til bærum aðila.  

Framlagðar upplýsingar LL um launaþróun lögreglumanna, undanliðin ár, hafa alla jafna verið blásnar út af borðinu af sama ráðuneyti (og ráðherra) og nú svara því til þingmannsins að laun lögreglumanna hafi í raun dregist saman um ein níu prósent (9%), sem röngum, ónákvæmum og vitlaust unnum þar sem í raun væri ekki hægt að vinna þessar upplýsingar, sbr. það sem segir hér að ofan.

Rétt er þó að halda því til haga hér að ef farið yrði í þá vinnu að skoða launaþróun lögreglumanna út frá upphaflegum viðmiðunarstéttum væri munurinn sennilega mun meiri en þau 9% sem birtast í svari fjármálaráðherra.

Þessar viðmiðunarstéttir voru:

1. BSRB,

2. BHMR,

3. Samband íslenskra bankamanna og

4. Bandalag kennarafélaga.

 

Um efndir ríkisvaldsins á gerðum kjarasamningum, í kjölfar afnáms verkfallsréttarins árið 1986, má lesa í ítarlegri greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga sem lagt var fram á Alþingi Íslendinga, 111 löggjafarþingi 1988 – 1989. 

 

Það er í sjálfu sér hið besta mál að fá það loks opinberlega staðfest, af hálfu fjármálaráðherra, hvernig launaþróun lögreglumanna hefur verið frá árinu 1986 m.v. við SFR enda er hér verið að staðfesta það sem LL hefur margítrekað haldið fram í viðræðum við starfsmenn hans ráðuneytis við gerð kjarasamninga.

 

Nú er hinsvegar spurt – Og hvað svo?  Á að halda áfram að svína á lögreglumönnum í skjóli þess að þeir hafa engin tök á því að knýja á um leiðréttingu launa sinna, með boðun verkfalls?  Eru mikilvægi stéttarinnar ekkert orðið þar sem búið er að afnema verkfallsréttin og hún geti í raun núna etið það sem úti frýs?

 

Í kröfugerð (LL), frá árinu 2008 er að finna eftirfarandi töflur sem sýna þróun launa lögreglumanna út frá launum annarra opinberra starfsmanna innan vébanda BSRB.  Tölulegar upplýsingar voru á þeim tíma fengnar úr svokölluðum KOS ritum en það var Kjararannsóknarnefnd Opinberra Starfsmanna sem tók saman þær tölur og birti árlega.

 

Eins og sést á myndunum hér að neðan, sem LL hefur margítrekað lagt fram og rætt við kjarasamningagerð liðinna ára, sést í raun að það sem loks birtist nú opinberlega í svari fjármálaráðherra, er nákvæmlega eins og LL hefur haldið fram undanfarin ár: 

 

1987 1996

 

 

1997 2007

 

 

 

Þróun launa

 

Til baka