Fréttir

33. þing LL 2016 – setning og fyrsti þingdagur

25 apr. 2016

33. þing Landssambands lögreglumanna var sett í Munaðarnesi kl. 10:00 í morgun og hófst þingið með setningarræðu Snorra Magnússonar formanns LL.  Að lokinni setningarræðu formannsins hófust svo venjubundin þingstörf skv. dagskrá þingsins eins og fyrir er mælt í lögum LL.

 

Yfirskrift 33. þings LL er:

 

„LÖGGÆSLA Á BRAUÐFÓTUM“ 

 

Fyrri þingdagurinn af tveimur er nú að kvöldi kominn og hafa þingstörfin gengið framar vonum í dag.  Nefndastörf hófust strax upp úr hádegi og eru einhverjar nefndir enn að störfum þegar þetta er ritað kl. 20:30.

Til baka