Fréttir

33. þing LL 2016 – síðari þingdagur

27 apr. 2016

Seinni þingdagur 33. þings LL gekk vonum framar.  Nefndir þingsins unnu mikið og gott starf á fyrri þingdeginum og kynntu afrakstur vinnu sinnar fyrrihluta síðari þingdagsins.  

 

Nefndir þær sem skipað var í á þinginu, skv. þingsköpum LL, voru eftirtaldar:

  1. Fjárhagsnefnd (vann að fjárhagsáætlun LL til næstu tveggja ára)
  2. Starfskjaranefnd (vann að stefnumörkun í kjaramálum til næstu tveggja ára)
  3. Allsherjarnefnd (vann að öllu því er varðar starfsumhverfi lögreglumanna)
  4. Uppstillinganefnd (sá um val á og uppstillingu félagsmanna í ýmsar nefndir á vegum LL)
  5. Laganefnd (vann úr framlögðum lagabreytingum sem lágu fyrir þinginu)
  6. Stefnunefnd (vann að aðalályktun þingsins, út frá yfirskrift þess sem var „Löggæsla á brauðfótum“)
  7. Húsbóndaábyrgðarnefnd (vann að ýmsum réttindamálum tengdum heiti nefndarinnar)

Nefndir LL eru jafnan skipaðar þingfulltrúum með atkvæðisrétt en öllum þeim er sitja þingið og hafa málfrelsi og tillögurétt, er frjálst að sitja nefndarfundi.  Einungis kjörnir þingfulltrúar með atkvæðisrétt skrifa undir og bera ábyrgð á framlögðum álitum nefnda.

 

Í nefndirnar voru eftirtaldir þingfulltrúar skipaðir: 

  1. Fjárhagsnefnd:
    1. Jón Gunnar Sigurgeirsson
    2. Ágúst Rafn Einarsson
    3. Ragnar Svanur Þórðarson
  2. Starfskjaranefnd:
    1. Einar Guðmundur Guðjónsson
    2. Árni Pálsson
    3. Elín Jóhannsdóttir
  3. Allsherjarnefnd:
    1. Sigvaldi Arnar Lárusson
    2. Guðmundur Þ. Tómasson
    3. Aðalsteinn Júlíusson
  4. Uppstillingarnefnd:
    1. Þórir Rúnar Geirsson
  5. Laganefnd:
    1. Hermann Karlsson
    2. Guðmundur Haukur Gunnarsson
    3. Sigfríð Bjarnadóttir
    4. Gylfi Þór Gíslason
  6. Stefnunefnd:
    1. Ragnar Jónsson
    2. Stefán Fróðason
    3. Laufey Gísladóttir
    4. Ólafur Hjörtur Ólafsson
    5. Stefán Örn Arnarson 
  7. Húsbóndaábyrgðarnefnd (réttindanefnd):
    1. Guðmundur Fylkisson
    2. Baldur Ólafsson
    3. Pétur Björnsson

Aðalályktun 33. þings LL, byggð á yfirskrift þingsins sem var „Löggæsla á brauðfótum“ er eftirfarandi:

 

„Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan.  Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár.  


Árið 2007 var fjöldi lögreglumanna á Íslandi 712.  Árið 2016 er fjöldi þeirra hinsvegar 653 en samkvæmt skýrslum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði fjöldi lögreglumanna á Íslandi átt að vera að lágmarki 840.  

Forgangsröðun verkefna er löngu orðin staðreynd sem kemur niður á þjónustu lögreglu og öryggi almennings.

 

Það er staðreynd að árið 2016 er þjónusta lögreglu við samfélagið engan vegin fullnægjandi sökum manneklu sem aftur stafar af fjárskorti til málaflokksins.  

 

Löggæsla er ein af grunnstoðum vestræns samfélags.  Það er því skýlaus krafa Landssambands lögreglumanna að lögreglumönnum verði gert það kleyft að sinna lögbundnum skyldum sínum og að lögreglan sé í stakk búin, hvað varðar mannafla, þekkingu og búnað til að mæta þeim kröfum og væntingum sem til hennar eru gerðar.“

 

Aðalályktun þingsins fær rökstuðning í eftirfarandi fréttum sem birtar hafa verið á heimasíðu LL:

 

Fjármálaráðherra sér ljósið

 

Lögregluembættin fá 400 mkr viðbótarframlag

 

Vopnamál lögreglu 

 

Staða lögreglunnar í stærra samhengi

 

Lögreglan undirmönnuð og fjársvelt – vinnuslys lögreglumanna

 

og síðast en ekki síst skýrslu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra um:

 

Stöðu lögreglunnar

 

Þá ályktaði þingið einnig um:


menntunarmál lögreglumanna:

 

„Menntun lögreglu er grunnur hvers lögreglumanns til framtíðar innan stéttarinnar.  Að færa lögreglunám á háskólastig og þar með lengja námið er afar gott skref.  Það hinsvegar að leggja niður lögregluskólann í núverandi mynd er galið á meðan að fyrsti árgangur lögreglumannsefna er í hinu nýja námi.  Þrjú ár án endurnýjunar í stéttinni gengur einfaldlega ekki upp.“

 

sem og:

 

„Lögreglumenn krefjast þess að þeirri sérhæfingu og þekkingu og þeim mannauði sem til staðar er í Lögregluskóla ríkisins verði ekki kastað fyrir róða við breytingar þær sem boðaðar hafa verið á lögreglunámi á Íslandi.  Starfsöryggi þeirra lögreglumanna sem starfa við lögregluskólann er í húfi og því krefst 33. þing Landssambands lögreglumanna þess að þeim lögreglumönnum sem þar starfa verði tryggt starf innan lögreglu, við kennslu lögreglufræða.  Ekki er síður mikilvægt, í þessu ljósi, að horfa til þess að sí- og endurmenntun lögreglumanna verði haldið áfram með kröftugum hætti og aukinni kröfu um fagmennsku í hvívetna.“

 

ráðningarmál í lögreglu:

 

„33. þing Landssambands lögreglumanna lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri „tísku“ sem virðist vera komin upp að skipað sé og sett í lausar stöður í lögreglu án auglýsinga, ásamt því að lögreglumenn eru fluttir á milli embætta á auglýsinga á lausum stöðum í lögreglu.“

 

starfskjör:

 

„33. þing Landssambands lögreglumanna krefst þess að laun lögreglumanna verði leiðrétt strax og horft verði til skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis Íslendinga í þeim efnum.  Einnig að ríkisvaldið klári nú þegar vinnu við bókun 7 með síðasta framlengingarsamkomulagi kjarasamninga LL.“


Lög LL og þingsköp:

 

Gerðar voru nokkrar breytingar bæði á lögum LL og þingsköpum á 33. þingi LL og verða uppfærð lög og þingsköp birt á heimasíðu LL strax og lokið verður við innfærslu breytinganna í rétt skjöl.  Lagabreytingarnar taka hinsvegar, að mestu leyti, ekki gildi fyrr en 1. desember 2017 þar sem þær varða að mestu 34. þing LL árið 2018 og starfsemi landssambandsins og uppbyggingu þess frá þeim tíma.

 


Strax að loknum þingslitum kom ný stjórn LL saman og skipti með sér verkum:

 

 

Frímann Birgir Baldursson (Suðurlandi) var endurkjörinn varaformaður og gjaldkeri.  Ragnar Svanur Þórðarson, sem verið hefur ritari LL undanfarin tvö ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var því Baldur Ólafsson (Höfuðborgarsvæðinu) kjörinn ritari.  

Aðrir réttkjörnir í stjórn LL, kjörtímabilið 2016 – 2018 eru eftirtaldir: 

  1. Ásmundur Rúnar Gylfason (Höfuðborgarsvæðinu)
  2. Eiríkur Guðni Ásgeirsson (Suðurnesjum)
  3. Gunnar Helgi Stefánsson (Höfuðborgarsvæðinu)
  4. Gylfi Þór Gíslason (Vestfjörðum)
  5. Hjördís Sigurbjartsdóttir (Vesturlandi)
  6. Hrafn Ásgeirsson (Suðurnesjum)
  7. Jóakim Júlíusson (Þingeyjarsýslum)
  8. Ólafur Hjörtur Ólafsson (Eyjafirði)
  9. Óskar Þór Guðmundsson (Austurlandi)
  10. Pétur Björnsson (Norðurlandi Vestra)
  11. Ragnar Jónsson (Höfuðborgarsvæðinu)
  12. Ríkharður Örn Steingrímsson (Höfuðborgarsvæðinu)
  13. Stefán Örn Arnarson (Höfuðborgarsvæðinu)
  14. Stefán Fróðason (Höfuðborgarsvæðinu)

Í ljósi þeirra sorgarfregna að Ríkharður Örn Steingrímsson, varð bráðkvaddur á ferðalagi erlendis með fjölskyldu sinni, nokkrum dögum fyrir þing LL, tekur fyrsti varamaður höfuðborgarsvæðisins Leifur Gauti Sigurðsson, sæti hans í stjórn LL kjörtímabilið 2016 – 2018. 

 


Við hátíðarkvöldverð að afloknu þingi fór fram, skv. venju, afhending heiðursmerkja og orðu LL.  Orðunefnd hafði tilnefnt eftirtalda einstaklinga til að hljóta orður LL á 33. þingi þess:

 

 

Silfur:


Nr. 73 – Bjarney S. Annelsdóttir

Nr. 74 – Gunnar Helgi Stefánsson

Nr. 75 – Gylfi Þór Gíslason

Nr. 76 – Pétur Björnsson 

 

Brons:


Nr. 212 – Aðalbergur Sveinsson

Nr. 213 – Árni Þór Guðmundsson

Nr. 214 – Baldur Ólafsson

Nr. 215 – Daníel Ingi Þórisson

Nr. 216 – Dóra Björk Reynisdóttir

Nr. 217 – Einar Ásbjörnsson

Nr. 218 – Elín Agnes Eide Kristínardóttir

Nr. 219 – Haukur Árni Hermannsson

Nr. 220 – Ingólfur Már Ingólfsson

Nr. 221 – Jóhann Davíðsson

Nr. 222 – Jón Hlöðver Hrafnsson

Nr. 223 – Oddur Ólafsson

Nr. 224 – Ómar Smári Ármannsson

Nr. 225 – Ragnar Már Guðmundsson

Nr. 226 – Ragnar Kristjánsson

Nr. 227 – Ragnar Svanur Þórðarson

Nr. 228 – Þorkell Þorkelsson

Nr. 229 – Þorvaldur J. Sigmarsson

Til baka