Fréttir

STALL, úthlutunarfundur

13 jún. 2016

STALL fundaði í dag og er það síðasti fundur fyrir sumarfrí. Teknar voru til afgreiðslu 27 umsóknir fyrir um 2.8 milljónir. Samþykktar voru allar umsóknir og fyrir um 2.2. milljónir. Um er að ræða hóp sem er að fara á námskeið hjá Europol, háskólanám, aukin ökuréttindi, grillnámskeið, námskeið um starfsmannasamtöl og ráðstefnu um vélhjólagengi.

Rétt er að benda þeim á sem eru í foreldraorlofi, fæðingarorlofi, að merkja þarf við að greitt sé til stéttarfélags, Landssambandsins, ætli fólk að mennta sig í orlofinu. Annars er ekki réttur til styrks fyrr en á fyrsta degi í vinnu aftur, eftir orlof. Viðkomandi getur sent inn umsókn og kannað rétt til styrks, ef nám hefst eftir að starf hefst að nýju. Styrkur er ekki greiddur út fyrr en orlofi lýkur. Sama á við um aðra sjóði LL, eins og sjúkrasjóð.


STALL fundar næst 12. september en skrifstofa LL afgreiðir í sumar umsóknir vegna framhalds og háskólanáms.

Til baka