Fréttir

Aukið álag og slys á lögreglumönnum

8 feb. 2017

Þann 15. mars n.k. verður haldin að Grand Hótel í Reykjavík ráðstefna í samvinnu Vinnueftirlitsins, Ríkislögreglustjórans, Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglustjórafélagsins og Landssambands lögreglumanna, ráðstefna með yfirskriftina „Aukið álag og slys á lögreglumönnum“.

 

Vinnueftirlitið hefur, í ársskýrslum sínum undanfarin ár, bent á þá staðreynd að slys á lögreglumönnum hafa aukist gríðarlega og rekja ástæður þess m.a. til hluta sem LL hefur gagnrýnt harðlega í langan tíma þ.e. álag vegna undirmönnunar, fjársveltis o.fl. atriða sem eru á færi stjórnvalda að ráða bót á.  

LL hefur flutt fréttir af þessum alvarlegu ábendingum Vinnueftirlitsins bæði árin 2016 og 2015.

 

Ráðstefnan, sem verður nánar auglýst síðar með nánari upplýsingum um skráningu aðgangseyri o.fl. verður öllum opin.

Til baka