Fréttir

Opinn fundur BSRB um heilbrigðismál

2 okt. 2017

Mánudaginn 9. október n.k. stendur BSRB fyrir opnum fundi um heilbrigðismál undir yfirskriftinni „Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu – Hver er hagur sjúklinga?” 

Fundurinn, sem hefst kl. 12:00, verður haldinn í fundarsal á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89 og er opinn öllum sem áhuga hafa og húsrúm leyfir.


Erindi á fundinum flytja annarsvegar Birgir Jakobsson landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Til baka