Fréttir

Ríkið dæmt til að greiða lögreglufulltrúa hjá LRH 2,2 milljónir í bætur

2 okt. 2017

Föstudaginn 29. september s.l. gekk dómur í máli lögreglufulltrúa hjá LRH sem hafði stefnt ríkissjóði vegna m.a. ákvörðunar yfirstjórnar LRH um að víkja honum tímabundið frá störfum vegna upplýsinga um að hann hefði verið að þiggja greiðslur frá upplýsingagjöfum.

 

Áður hafði málið verið tekið til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara sem komist hafði að þeirri niðurstöðu að upplýsingar þær, sem yfirstjórn LRH hafði byggt ákvörðun sína á, hefðu verið órökstuddar og að fyrst og fremst hafi verið um að ræða samskiptaörðugleika og persónulegan ágreining innan fíkniefndadeildar LRH.

 

Nánar má lesa um málið, sem og dóminn í heild sinni, á mbl.is.

Til baka